Fagleg ráðgjöf við skilnað
Það er algengt að einstaklingar ákveði að leita til lögmanns áður en skilnaður fer fram. Þannig er algengt að einstaklingur óski eftir ráðgjöf um ferlið sem framundan er. Skilnaður er oft flókið og tilfinningalegt ferli, þar sem er að mörgu að huga. Þetta eru bæði atriði sem varða fjárhag viðkomandi og atriði sem tengjast börnum hjónanna, séu þau undir 18 ára aldri.
Fjárskiptasamningur
Fjárfélagi hjóna er yfirleitt slitið með svonefndum fjárskiptasamningi, þar sem kveðið er á um hvernig eignum og skuldum hjónanna verður skipt við skilnað. Það er mikilvægt að fara yfir þær réttarreglur sem gilda fyrir fjárskipti áður en viðkomandi hefur samtalið um fjárskipti.
Með faglegri ráðgjöf er hægt að tryggja að aðilar hafi raunhæfar væntingar og að allar ákvarðanir séu teknar með stoð í lögum fremur en á tilfinningalegum forsendum. Í langflestum tilvikum ná aðilar saman með samningi en í einhverjum tilvikum þarf bú hjóna að fara í opinber skipti og getur þá skipt sköpum að hafa lögmann sér við hlið sem aðstoðar þig við að allt fari fram samkvæmt lögum.
Málefni barna
Ef hjón eiga barn undir 18 ára aldri þarf að taka afstöðu til þess hvort annað foreldri eða báðir fari með forsjá þeirra eftir skilnað. Einnig þarf að ákveða hvar barnið á að eiga lögheimili. Þá þurfa aðilar að koma sér saman um framfærslu barnsins eftir skilnaðinn. Mikilvægt er að aðilar komist að samkomulagi um þessi mál, þar sem hagsmunir barnsins eru alltaf í forgangi.
Ráðgjöf við skilnað
Við hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar bjóðum einstaklingum upp á ráðgjöf í aðdraganda skilnaðar gegn föstu gjaldi. Ráðgjöf okkar tekur mið af þínum aðstæðum, hvort sem það snýr að fjárskiptum, forsjá eða öðrum þáttum sem tengjast skilnaðinum.
Ef þú hefur áhuga á ráðgjöf við skilnað getur þú haft samband við okkur með því að senda tölvupóst á netfangið loghaf@loghaf.is.
Ráðgjöf okkar fer annað hvort fram á skrifstofu Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði eða í gegnum fjarfundarbúnað.

Nánar um skilnað á heimasíðu okkar.
Vefsíða Sýslumanns um skilnað


Leave a Reply